03. júní. 2010 03:01
 |
Frá Útifjöri 2009. |
Björgunarsveitirnar í Borgarfirði; Brák, Heiðar og Ok ætla enn og aftur að vera með dagskrá á Sjómannadaginn. Verður Útifjör 2010 haldið á Skorradalsvatni sunnudaginn 6. júní. Margt verður til gamans gert svo sem sigling á vatninu á björgunarsveitarbátum með björgunarsveitarfólki, leitarhestar sem sveitin er að vinna með verða á staðnum, tæki sveitarinnar verða til sýnis og hægt verður að fara í ferð á snjóbíl. Björgunarstóll sem var notaður við að draga fólk úr skipsströndum og í land verður reyndur og þá yfir vatni, farið verður í leiki og margt fleira gert. Ekki er lokum fyrir það skotið að þyrla Landhelgisgæslunnar komi og bjargi svo sem einum eða tveimur björgunarsveitarmönnum upp úr vatninu. Grillaðar verða pylsur. “Er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma og vera með okkur við Skorradalsvatn á sunnudaginn frá klukkan 13.00,” segir í tilkynningu frá sveitunum.