Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2010 01:08

Mikill erill hjá lögreglu

Lögreglumenn frá Akranesi og Borgarnesi hafa staðið í ströngu undanfarna daga en nánast allir lögreglumenn frá báðum embættunum hafa verið við störf.  Þrír eru í haldi lögreglu vegna gruns um innbrot í 31 sumarbústað, flesta í Skorradag. Þar var bæði skemmt og stolið. Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og verið er að meta gæsluvarðhald yfir hinum tveimur. Yfirheyrslur eru enn í gangi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi tengjast þessi innbrot ekki þeim sem til rannsóknar eru í Borgarfirði og Árnessýslu eins og Morgunblaðið hélt fram í frétt í morgun. Um miðjan dag í gær var gerð húsleit í heimahúsi á Akranesi þar sem grunur lék á að kannabisræktun væri í gangi. Við leitina fundust sex kannabisplöntur sem voru vel á veg komnar og um 20 gr. af öðrum fíkniefnum. Tollverðir með leitarhunda aðstoðuðu lögregluna við leitina. Lögreglumenn frá báðum stöðum, Akra-Borg eins og þeir kalla sig, unnu að málinu. Það var klárað samdægurs en ekki hefði verið hægt að setja fleiri í fangaklefa því þeir eru fullir.

 

 

Í gærkvöldi var tilkynnt um að stórum blómapotti hefði verið kastað inn um glugga á íbúðarhúsi á Akranesi. Mikill hiti var í fólki og þurfti lögreglan að hafa hraðan á til að skakka leikinn. Tveir lögreglumenn fóru á vettvang en óskuðu fljótlega eftir frekari aðstoð. Tveir lögreglumenn komu á staðinn. Í asanum hlupu menn út úr bílunum til þess að veita skjóta aðstoð en þá stökk maður inn í annan lögreglubílinn og ók á brott. Honum var snarlega veitt eftirför og reyndist sá er sat undir stýri vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is