Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2010 04:01

Unnið verður sem ein heild í Dalabyggð

Ingveldur Guðmundsdóttir varð atkvæðahæst í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Dalabyggð. Telur hún sjálf að ekki hafi verið um afgerandi sigur að ræða fyrir sig persónulega heldur hafi þær konur sem skipa efstu sætin verið fremur jafnar. Nýja sveitarstjórnin hefur hist á óformlegum fundi og er vilji fyrir því að vinna saman sem ein heild með engum meiri- eða minnihluta næsta kjörtímabil. Ingveldur er sauðfjárbóndi í Stórholti í Dölum en þar hefur hún búskap að aðal atvinnu ásamt eiginmanni sínum Arnari Eysteinssyni. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 6, 11, 20 og 22 ára. Tvö elstu fara að heiman í skóla á veturna en eru heima yfir sumarið. Ingveldur er uppalin í Hnappadal en hún hefur búið í Dölum í tuttugu ár núna í júní.

Ingveldur þakkar þann stuðning sem henni var sýndur og að henni sé treyst fyrir að vinna samviskusamlega og heiðarlega fyrir sveitarfélagið. Hún segir þá staðreynd að hún hafi ekki farið í neina kosningabaráttu og hafi engan stjórnmálaflokk á bakvið sig sýna að henni sé treyst til verksins. “Það er góður andi í þessum hópi nýs sveitarstjórnarfólks og höfum við á hyggju að hittast einu sinni enn óformlega áður en fyrsti sveitarstjórnarfundurinn er haldinn um miðjan mánuð,” segir Ingveldur.

 

“Ég er sátt við hvernig til tókst í þessum persónukosningum hér í Dalabyggð. Fólkið sem kosið var í sveitarstjórn var allt búið að gefa út að það væri tilbúið til þess að starfa fyrir sveitarfélagið og þar af voru þrír í fráfarandi sveitarstjórn,” segir Ingveldur en bendir jafnframt á að kjörsókn hafi verið minni en áður. “Hvort sem það hafi verið vegna kosningafyrirkomulagsins eða einhvers annars vitum við auðvitað ekki.” Aðspurð um framhaldið segir Ingveldur stærsta verkefnið að halda áfram að vinna samkvæmt fjárhagsáætlun og að ekki verði um stórar breytingar að ræða til að byrja með. “Næstu verk eru að ljúka framkvæmdir við Leifsbúð og svo ætlum við okkur að taka á sorpmálunum. Ég er bjartsýn á framtíðina í Dalabyggð, lífið er mun auðveldara þannig,” segir Ingveldur að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is