Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2010 11:00

Gunnar með langflestar útstrikanir

Mikið var um yfirstrikanir kjósenda á framboðslistum í kosningunum á Akranesi um síðustu helgi. Í langflestum tilvikum var strikað yfir nafn oddvita D-lista Sjálfstæðisflokksins, Gunnars Sigurðssonar, 149 yfirstrikanir. Því næst kom Sveinn Kristinsson oddviti S-lista Samfylkingar sem fékk 78 yfirstrikanir, þar skammt á eftir kom svo Gísli S. Einarsson bæjarstjóri 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins með 76 útstrikanir, þá Guðmundur Páll Jónsson oddviti B-lista Framsóknarflokks, sem var strikaður út á 42 kjörseðlum og Hrönn Ríkharðsdóttir í 2. sæti Samfylkingar 39 sinnum. Konurnar í þriðja og fjórða sæti D-listans fengu líka útstrikanir, Karen Jónsdóttir 27 og Eydís Aðalbjörnsdóttir 26.

 

 

Aðrir frambjóðendur í efstu níu sætum listanna fengu mun færri útstrikanir. Langflestar yfir- eða útstrikanir gerðu kjósendur D-lista á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, alls 201, næst komu kjósendur Samfylkingar sem beittu útstiknum á 126 kjörseðlum, framsóknarmenn og óháðir gerðu það á 60 seðlum og Vinstri grænir á 20.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is