Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2010 11:00

Gunnar með langflestar útstrikanir

Mikið var um yfirstrikanir kjósenda á framboðslistum í kosningunum á Akranesi um síðustu helgi. Í langflestum tilvikum var strikað yfir nafn oddvita D-lista Sjálfstæðisflokksins, Gunnars Sigurðssonar, 149 yfirstrikanir. Því næst kom Sveinn Kristinsson oddviti S-lista Samfylkingar sem fékk 78 yfirstrikanir, þar skammt á eftir kom svo Gísli S. Einarsson bæjarstjóri 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins með 76 útstrikanir, þá Guðmundur Páll Jónsson oddviti B-lista Framsóknarflokks, sem var strikaður út á 42 kjörseðlum og Hrönn Ríkharðsdóttir í 2. sæti Samfylkingar 39 sinnum. Konurnar í þriðja og fjórða sæti D-listans fengu líka útstrikanir, Karen Jónsdóttir 27 og Eydís Aðalbjörnsdóttir 26.

 

 

Aðrir frambjóðendur í efstu níu sætum listanna fengu mun færri útstrikanir. Langflestar yfir- eða útstrikanir gerðu kjósendur D-lista á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, alls 201, næst komu kjósendur Samfylkingar sem beittu útstiknum á 126 kjörseðlum, framsóknarmenn og óháðir gerðu það á 60 seðlum og Vinstri grænir á 20.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is