Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2010 03:01

Kútterheimsókn á Skagann sýnd tilhlýðileg virðing

Komu færeyska kúttersins Westward Ho til Akraness í gær var sýnd tilhlýðileg virðing. Þegar hin 125 ára gamla skúta frá Þórshöfn sigldi inn í Akraneshöfn um nónbil var skotið þremur heiðursskotum úr fallbyssunni af Sementsbryggjunni og fjöldi fólks var mættur á hafskipabryggjuna til að taka á móti skútunni. Þegar hún sigldi inn að bryggju sungu skipverjar „Kátir voru karlar,“ við forsöng Gísla Gíslasonar hafnarstjóra sem var einn þriggja fulltrúa Faxaflóahafna í áhöfn skútunnar í siglingunni frá Færeyjum til Íslands sem hófst að morgni 29. maí.

 

 

 

Gísli Gíslason sagði í samtali við blaðamann Skessuhorns að siglingin hefði gengið mjög vel og verið ánægjuleg. Það hefði aðeins verið þegar nálgaðist Vestmannaeyjar á þriðjudagskvöldinu sem vottaði örlítið fyrir kalda, en annars hafi verið sól og blíða mest alla leiðina. Á morgun verður kútternum siglt til Reykjavíkur þar sem hann verður í Gömlu höfninni við Sjóminjasafnið á Hátíð hafsins.

Westward Ho er nánast eins og kútter Sigurfari, nema sjö brúttótonnum stærri, en báðir voru þeir smíðaðir á sama tíma, um 1885.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is