Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2010 05:49

Ágúst Einarsson kvaddi rektorsstarfið við útskrift i dag

Útskriftarnemar ásamt Ágústi Einarssyni.
Dr Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði í dag sína síðustu nemendur. Magnús Árni Magnússon tók jafnframt við starfi rektors. Í útskriftarræðu sinni sagði Ágúst m.a. að besta leiðin til að þjóðin næði sér út úr kreppunni væri að efla háskólana og gagnrýndi um leið stjórnvöld fyrir að rífa niður skólakerfið. Sagði hann fámennið vera helsta vandamál Íslendinga og „þegar bættust við siðleysi, græðgi og glæpamennska nokkurra tuga manna í lykilstöðum í fjármálageiranum þá hrundi hið fámenna samfélag okkar eins og spilaborg," sagði Ágúst. „Þjóðin vill breytingar og þarf breytingar,“ sagði hann og bætti því við að flokkakerfi 20. aldarinnar væri gengið sér til húðar. „Það ætti að stofna nýtt lýðveldi að hugmynd Njarðar P Njarðvík vinar míns. Ég tel að við eigum að kjósa framkvæmdavaldið í beinni kosningu. Alþingi verður kosið eftir sem áður en verður með þessu alvöru löggjafarþing og virkur eftirlitsaðili með framkvæmdavaldi sem sækir umboð sitt til þjóðarinnar. Með því fengist betra jafnvægi milli þessara grundvallarstoða samfélagsins," sagði Ágúst.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is