Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2010 12:34

Utanvegaakstur á Arnarvatnsheiði

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur í vor haldið uppi eftirliti úr flugvél á heiðinni. Undanfarin vor hefur það viljað brenna við að menn hafi þjófstartað með því að fara of snemma á heiðina, jafnvel þótt vegurinn væri lokaður. Slíkt býður einvörðungu heim landskemmdum sem seint og stundum aldrei tekst að græða. Þá fara vegaslóðar illa við ótímabæran akstur. Í gær var flogið eftirlitsflug yfir heiðina og sást þá til veiðimanna við Fiskivatn. Þeir veiðimenn höfðu tilskilin leyfi til veiða, en Fiskivatn er ekki í Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar, heldur eign Kalmanstungu. Það var hinsvegar akstur umræddra manna sem vakti athygli þar sem þeir virtust ætla að spara sér göngu með því að aka norðan við vatnið, en þar er ekki slóði heldur blautur flói. Að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar voru teknar myndir af bílunum og málið lagt í hendur lögreglu. “Svona háttalag verður ekki liðið og allar svona æfingar eru umsvifalaust kærðar,” segir Snorri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Umsókn um styrki 2020

Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is