Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2010 10:01

Kastað til bata – endurhæfingarúrræði fyrir konur

“Kastað til bata” er endurhæfing sem Krabbameinsfélag Íslands býður konum sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Farið verður í þriggja daga ferð í júlí norður í Laxárdal. Markmið þessa boðs Krabbameinsfélagsins er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi Laxár, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða urriða, ef heppnin er með. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og sjúkraþjálfari, sem einnig er vanur fluguveiðimaður verður til halds og trausts. Í kastæfingum verður tekið mið af líkamlegri getu þátttakenda. Á staðnum verða félagar úr Samhjálp kvenna, félagi til stuðnings konum sem fengið hafa brjóstakrabbamein og starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Gert er ráð fyrir þátttöku fjórtán kvenna. Gist er í tveggja manna herbergjum og á boðstólum verður ljúffengur og hollur matur í anda krása úr matreiðslubókinni Bragð í baráttunni.

 

Ferðin tekur þrjá daga, flogið verður til Akureyrar að morgni 12. júlí, staldrað við á Akureyri þar sem sóttur er veiðibúnaður sem fenginn er að láni frá Ellingsen og síðan ekið að Rauðhólum í Laxárdal þar sem hópurinn gistir.

 

Á bökkum Laxár gefst konum tækifæri til að gleyma sér í kyrrð og ró í stórbrotinni náttúrufegurð Laxárdals og sækja styrk til kvenna með svipaða reynslu, sem eru sáttar við breytingar sem sjúkdómurinn olli og eru tilbúnar að miðla af sinni reynslu. Síðast en ekki síst er tilgangurinn sá að njóta gleðinnar sem því fylgir að kasta flugu, renna fyrir silung, vaða tært vatn Laxár og endurnærast á sál og líkama. Á þriðja degi verður síðan ekið aftur til Akureyrar og flogið heim að kvöldi til.

 

Konur sem hafa hug á að taka þátt í Laxárferðinni eru beðnar að senda umsókn til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins fyrir 25. júní. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Í Ráðgjafarþjónustunni eru veittar nánari upplýsingar í síma 540-1900. Þátttakendur á höfuðborgarsvæðinu hittast á undirbúningsfundi í Ráðgjafarþjónustunni fyrir ferðina.

 

Þessi ævintýraferð sem Krabbameinsfélagið kallar “Kastað til bata” er þátttakendum með öllu kostnaðarlaus.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is