Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2010 10:11

Annað jafntefli Skagamanna á heimavelli

Ekki gengur stigaöflunin vel hjá Skagamönnum og hafa aflabrögðin verið rýr það sem af er tímabilinu, aðeins tvö stig eftir fyrstu fimm umferðir Íslandsmótsins og næstneðsta sætið í deildinni. Skagaliðið mætti seint og illa til leiksins gegn Þór á Akranesvelli á sunnudaginn. Liðið var varla að leika á 50% getu í fyrri hálfleiknum og það var einungis ágætur leikur þess fyrri hluti seinni hálfleiks sem bjargaði stigi Skagamanna í leiknum, sem lauk með 1:1 jafntefli.   Ekki voru liðnar nema fimm mínútur af leiknum þegar Þórsarar voru búnir að ná forystunni. Atli Sigurjónsson tók þá aukaspyrnu rétt utan vítateigs og sendi boltann yfir varnarvegginn í markið án þess að Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA kæmi neinum vörnum við. Fyrri hálfleikurinn var afleitur af hálfu ÍA, en það bætti úr skák að þrátt fyrir yfirburði gestanna voru þeir ekki að skapa sér færi að ráði.

 

 

Það var síðan allt annað Skagalið sem kom inná í seinni hálfleiknum. Einkum var það innkoma Stefáns Arnar Arnarsonar í stað Hjartar J. Hjartarsonar sem virtist skapa mun meiri ógn í sóknarleikinn, enda getur hann frekar en Hjörtur tekið við háum boltum sem Skagamenn dæla fram á völlinn. Sóknir Skagamanna báru árangur á 63. mínútu þegar Andri Júlíusson besti sóknarmaður ÍA fékk sendingu inn fyrir vörnina og vippaði boltanum snyrtilega undir slána yfir Björn Hákon markmann Þórs.

 

Það voru síðan gestirnir sem tóku aftur völdin seinni hluta síðari hálfleiks. Bæði lið fengu þó reyndar færi til að bæta við mörkum, sérstaklega á síðustu andartökum hans, en fleiri urðu mörkin ekki. Það er ljóst af þessum leik að eitthvað er að í herbúðum Skagamanna um þessar mundir og ekki var það að bæta stöðu Skagamanna að Igor Pesic fékk að líta rauða spjaldið inni í ganginum á vallarhúsinu eftir leikinn, þar sem að hann rak sig utan í dómara leiksins. Vonandi verður það mál samt endurskoðað af aganefnd, en Skagamann munu áfrýja þessu rauða spjaldi þar sem þeir telja að um hreina óheppni hafi verið að ræða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is