07. júní. 2010 05:07
 |
Frá vettvangi nú kl. 17. Ljósm. Svanur Steinarsson. |
Umferðarslys varð á Borgarfjarðarbrú klukkan 16:45 í dag. Af þeim sökum er brúin lokuð fyrir umferð um óákveðinn tíma, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Öll venjuleg umferð getur farið um Borgarfjarðarbraut, en þar eru þungatakmarkanir.
Á meðfylgjandi mynd sést reykur frá hjólhýsi sem kviknaði í eftir að það losnaði aftan úr bíl. Um nánari atvik slyssins verður greint síðar í kvöld.