08. júní. 2010 01:37
Bæði Vesturlandsliðin í c-riðli 3. deildar karla í Íslandsmótinu í knattspyrnu töpuðu sínum leikjum sl. laugardag. Grundfirðingar lágu 1:4 fyrir KB úr Breiðholti, í leik sem fram fór í Grundarfirði. Skallagrímsmenn fóru í Kópavoginn og töpuðu þar 2:4 fyrir Augnabliki.