Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2010 11:23

Mokveiði á strandveiðunum

Mikil veiði og fjöldi báta á Snæfellsnessvæðinu, svæði A sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi að Súðavík, hefur orðið til þess að strandveiðarnar hafa frá og með deginum í dag, 9. júní, verið stöðvaðar á þessu svæði. Dæmi eru um að bátarnir hafi aðeins náð fjórum róðrum á tímabilinu. Það tók því svipaðan tíma fyrir bátana á strandveiðunum frá Snæfellsnesi að veiða kvótann núna í júní og í maí, en þá voru veiðarnar stöðvaðar eftir tíu daga. Búast má við að veiðar verði stöðvaðar á suðursvæðinu á næstu dögum, en þar er einnig fjöldi báta og veiðist vel. Alls var leyft að veiða á Snæfellsnessvæðinu um 1000 tonn í maí og júní. Í maí fóru bátarnir talsvert fram yfir kvótann og það sama virðist vera að gerast nú þar sem að aflatölur í dag sýna alls 1139 tonna veiði á svæðinu. Það er langmesta veiði á einstöku veiðisvæði strandveiðanna, næst kemur suðursvæðið með 600 tonn og á norður- og austursvæðunum hvorum fyrir sig hafa verið veidd um 255 tonn fram á þennan dag.

 

 

Fram kemur í tölum um meðalveiði að veiðin er best á Snæfellsnessvæðinu, þar er meðalveiði í róðri 650 kg frá upphafi veiðitímans 10. maí. Því næst kemur svæði D, suðursvæðið, sem nær frá Borgarbyggð, suður um og austur að Hornafirði, með 632 kg úr róðri. Á svæði C frá Súðavík norður fyrir land er veiðin að meðaltali 374 kg og á svæði B austursvæðinu hafa fengist að meðaltali 468 kg úr róðri.

Alls er búið að úthluta til strandveiðanna 632 veiðileyfum, samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Til svæðis A hefur verið úthlutað 214 leyfum, D er með 180 leyfi, C 125 leyfi og B 113 leyfi. Úthlutun leyfa á svæðin hefur jafnast síðustu vikurnar og ljóst er að bátum fjölgar nú hlutfallslega meira á norður- og austur svæðunum, en framan af voru langflestir strandveiðibátarnir á suður- og vestur svæðunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is