Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2010 02:47

Glæsilegur árangur kraftatrölla af Skaganum

Lára Bogey setti nokkur Íslandsmet.
Fimm keppendur frá Kraftlyftingafélagi Akraness tóku þátt í Kópavogsmóti í kraftlyftingum sem fram fór sl. laugardag. Náðu þeir mjög góðum árangri á mótinu. Meðal annars setti Lára Bogey Finnbogadóttir, sem keppti í yfir 90 kílóa flokki, Íslandsmet í öllum greinum í sínum þyngdarflokki, tók 100 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 130 kg í réttstöðu, sem samanlagt er 290 kg. Þá sló annar Skagamaður virkilega í gegn á mótinu. Það er Bjarni Már Stefánsson sem keppti í yfir 125 kg flokki. Bjarni Már margbætti Íslandsmet unglinga í öllum greinum með 250 kg í hnébeygju, 192,5 kg í bekkpressu og 262,5 kg í réttstöðu sem skilaði honum 705 kg í samanlögðu.

Guðfinnur Gústavsson náði einnig góðum árangri, en hann keppti í mínus 82,5 kg flokki. Guðfinnur tók 130 kg í hnébeygju og setti nýtt íslandsmet unglinga í sínum þyngdarflokki með 135 kg í bekkpressu. Guðfinnur endaði svo á að rífa upp 180 kg í réttstöðunni og endaði með því að jafna íslandsmetið í samanlögðu, 445 kg. Arnar Dór Hlynsson og Eyþór Örn Gunnarsson kepptu einnig á mótinu í Kópavogi og stóðu fyrir sínu, þótt þeir næðu ekki sínum besta árangri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is