09. júní. 2010 03:15
 |
Fjórir af starfsmönnum Ritara.is |
Nýsköpun í atvinnulífinu hefur sjaldan verið jafnmikilvæg og nú á tímum eftir efnahagshrunið. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nýsköpunar- og sprotafyrirtæki og styrkja beri þau og efla. Sumarið 2008 var stofnað á Akranesi fyrirtækið Ritari.is. Það sérhæfir sig í skrifstofu- og markaðsþjónustu og hefur verið að skapa sér sess og vaxa. Fyrir þremur mánuðum var ráðinn til starfa hjá Ritari.is framkvæmdastjóri sem kemur einmitt úr frumkvöðla- og nýsköpunargeiranum. Hún heitir Stefanía Sigurðardóttir, flutti til Akraness í lok árs 2007 en er fædd og uppalin vestur á Patreksfirði.
Rætt er við Stefaníu í Skessuhorni sem kom út í dag.