Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2010 04:01

Nýr risagrillvagn fyrir hátíðir sumarsins

Árni við nýja grillvagninn.
Markaðsráð kindakjöts hefur látið smíða sérhannaðan grillvagn til að leigja út í sumar til grillunar á lambakjöti. Gera má ráð fyrir að vagninn verði vinsæll á hinum ýmsu úti- og bæjarhátíðum landsins. Það var Árni Ingvarsson járnsmiður og sauðfjárbóndi á Skarði í Lundarreykjadal sem tók að sér hönnun og smíði vagnsins. Var hann í morgun að skila vagninum í merkingu en hann verður síðan vígður á útihátíðinni Kótelettunni á Selfossi um næstu helgi. Árni segir töluvert miklar pælingar liggja að baki smíði svona vagns. Í honum verður samtímis hægt að heilgrilla tvo lambsskrokka á snúningsteinum, en auk þess er hálfur annar fermeter af grindum þar sem hægt er að grilla sneiðar og minni bita. Gas er síðan eldsneytisgjafinn. Árni segir að ef grillið reynist vel gæti vel komið til greina að hann smíðaði fleiri svona vel vaxna grillvagna. Ásamt því að reka sauðfjárbú hefur Árni um árabil starfrækt járnsmiðju á Skarði. Segir hann reksturinn ganga prýðilega og verkefnastaða þokkaleg.

Markaðsráð kindakjöts er samstarfsvettvangur Landssambands sauðfjárbænda, sláturleyfishafa og Bændasamtaka Íslands. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður LS segir vagn þennan að líkindum vera fyrsta sérsmíðaða lambakjöts grillvagninn hér á landi. Hann verði nú til útleigu fyrir þá sem vilja bjóða upp á lambakjöt í stórum stíl. Sindri segir ýmislegt fleira á döfinni í markaðssetningu lambakjöts, meðal annars samstarf við Meistarafélag kjötiðnaðarmanna, sem kynnt verður á næstunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is