Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2010 01:01

Söngkeppnin Röddin - Vesturlandskeppnin fer fram í Ólafsvík

Sigga og María Björk.
Söngkeppnin Röddin verður haldin í Ólafsvík sunnudaginn 27. júní næstkomandi. Þetta er eina undankeppnin sem fram fer á Vesturlandi og því nauðsynlegt að þeir sem vilja taka þátt skrái sig þar til keppni. Það eru þær Sigga Beinteins og María Björk söngkonur sem sjá um keppnina en hún er ætluð börnum á aldrinum 12 – 16 ára. “Fyrir rúmu ári fengum við María Björk þessa hugmynd en okkur fannst vanta keppni fyrir þennan aldurshóp. Við höfum mikið unnið með börnum bæði í Söngvaborg og í gegnum söngskólann. Þegar ég var í Idolinu fékk ég einnig mörg símtöl og tölvupósta um þessi mál og var spurð af hverju það væri ekki nein söngkeppni til fyrir börn. Við höfum unnið að þessu í ár og nú er þetta loksins að verða að veruleika,” sagði Sigga Beinteins í samtali við Skessuhorn.

Í tengslum við keppnina kemur út geisladiskur með undirleik 25 laga án söngs, en sá diskur er jafnframt skráningargjald í keppnina. Á þessum diski er að finna vinsæl ný lög ásamt eldri lögum sem henta vel í keppni sem þessa. “Á disknum er í rauninni að finna allt sem þessi aldurshópur hlustar á í dag. Lagavalið er breitt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Diskurinn er seldur á N1 stöðum um allt land en á honum er að finna kóða sem er skráningarnúmer hvers og eins í keppnina. Hann er settur inn á heimasíðu okkar á netinu og þar með er viðkomandi skráður til leiks.”

 

Gagnrýna með jákvæðum og uppbyggilegum hætti

“Í Ólafsvík verða valdir tveir fulltrúar sem fara síðan áfram í undankeppni í Reykjavík 4. ágúst ásamt 22 öðrum keppendum víðs vegar að af landinu. Tólf keppendur komast síðan upp úr undankeppninni og keppa á lokakeppni 18. september. Ég er að vonast til að lokakeppnin verði sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 en þeir ætla að vinna þætti í kringum keppnina sem hefja göngu sína í ágúst. Það verður strákur sem fylgir okkur út á land sem tekur keppnina upp, tekur viðtöl við keppendur og foreldra og klippir síðan niður í þætti. Þetta verður eflaust góð og skemmtileg fjölskyldudagskrá,” segir Sigga Beinteins. Hún tekur einnig fram að öllum er velkomið að koma og horfa á keppnina í Ólafsvík. “Í byrjun dags verðum við með hefðbundnar áheyrnarprufur og síðar um daginn komast nokkrir áfram í söngkeppni. Á keppnina má hver sem er koma og fylgjast með endurgjaldslaust.”

“Öll gagnrýni á krakkana verður uppbyggileg og jákvæð. Við viljum alls ekki vera eins og Simon Cowell dómari í ameríska Idolinu,” segir Sigga Beinteins og hlær. “Markmiðið er að veita börnum og unglingum reynslu og tækifæri til að koma fram í uppbyggilegu keppnisumhverfi. Ég vona að sem flestir þora að taka þátt en svona keppni hjálpar börnum meðal annars að losna við feimni.”

Veglegir vinningar eru í boði fyrir vinningshafa Raddarinnar og fær hann meðal annars glæsilegan farandbikar, flug með Flugfélagi Íslands ásamt því að syngja inn lag á geisladiskinn Pottþétt 54 sem kemur út hjá Senu haustið 2010. “Ég veit að það er mikið af ungum og hæfileikaríkum krökkum á landsbyggðinni og ég vil gefa þeim tækifæri. Það getur verið ótrúlega erfitt að koma sér á framfæri í dag og við getum hjálpað til með það. Hver veit nema það leynist ein Jóhanna Guðrún meðal okkar?” segir Sigga Beinteins að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is