Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2010 11:54

Veiðimálastofnun hvetur til að stórlaxi verði hlíft

Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðmálastofnunar sendir ákall til laxveiðimanna hér á landi um að sleppa þeim stórlöxum sem bíta á færi þeirra. “Stórlaxi hefur hnignað mikið og er einungis brot af því sem áður var.  Ástæður þessa eru óþekktar en talið er að skilyrði í hafinu á uppeldisslóðum stórlaxins hafi versnað.  Þetta ástand hefur nú varað í mörg ár og stórlaxi heldur áfram að hnigna. Það eina sem við getum gert til að varðveita þessa erfðaþætti í stofninum er að hlífa stórlaxi við veiðum eða sleppa slíkri veiði lifandi aftur í árnar,” segir Sigurður og bætir við að áframhaldandi veiði muni eyða stórlaxi úr íslenskum ám.

Veiðimálastofnun hefur í mörg ár hvatt til að stórlaxi sé hlíft, en Sigurður segir of hægt ganga.  “Síðasta sumar var um 57% stórlaxa sleppt, en þeir eru orðnir mjög fáir og nánast horfnir úr sumum ám.  Síðustu ár hafa veiðst á milli 5 og 8 þúsund stórlaxar á landinu en áður veiddust milli 15 og 20 þúsund á ári.  Þessi fækkun þýðir að veiðibyrjun hefur seinkað í mörgum ám þar sem stórlaxinn hélt uppi veiði fyrri hluta sumars, uns smálax (eitt ár í sjó) mætir í árnar.  Í ám þar sem öllum stórlaxi er sleppt hefur hann betur haldið sínum hlut, sem gefur vonir um að hægt sé að halda í stórlaxinn.  Vonandi kemur sú tíð að sjávarskilyrði breytast aftur stórlaxi í hag.  Þá er mikilvægt að þessi erfðaþáttur sé enn til staðar,” segir Sigurður Guðjónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is