Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2010 03:18

Skrifað undir meirihlutasamstarf í Borgarbyggð

Aðal- og varafulltrúar nýs meirihluta í Borgarbyggð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Borgarbyggð skrifuðu undir meirihlutasamning sín á milli í gær. Var gamla Skemman á Hvanneyri valdin sem samkomustaður, en hún þjónar nú hlutverki Safnaðarheimilis. Samkvæmt samkomulagi flokkanna verður Björn Bjarki Þorsteinsson oddviti sjálfstæðismanna formaður byggðarráðs, Ragnar Frank Kristjánsson oddiviti VG forseti sveitarstjórnar og Páll Brynjarson hefur verið endurráðinn sveitarstjóri. Sjálfstæðismenn munu veita formennsku í fræðslunefnd og tómstundanefnd auk þess að stýra Borgarfjarðarstofu, en það er meðal nýjunga sem fram koma í meirihlutasamningnum að markaðs- og atvinnumál fá aukið vægi í sveitarfélaginu og Borgarfjarðarstofa í þeim tilgangi sett á fót. Menningarmál munu einnig færast undir Borgarfjarðarstofu. Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri stýri þeirri vinnu sem þar fer fram. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar var horft til þess skipulags sem Akureyringar hafa haft á Akureyrarstofu.

VG fær síðan formennsku í velferðarnefnd, landbúnaðarnefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd, en umhverfismál voru saman í nefnd með landbúnaðarmálum, sem nú verður aftur sjálfstæð nefnd.  Loks er þess sérstaklega getið í meirihlutasamningi flokkanna að ekki verður hróflað við núverandi skipulagi grunnskóla í sveitarfélaginu.

 

Borgarfjarðarstofa

Með nýju skipuriti á Borgarfjarðarstofa að sameina starf sveitarfélagsins á sviði atvinnu,-menningar- og kynningarmála og komið verði á samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands, Atvinnuráðgjöf Vesturlands og háskólastofnanir til eflingar á nýsköpunarverkefnum og markaðssetningu. Rík áhersla verður lögð á að efla atvinnulíf í sveitarfélaginu og skapa fleiri störf í samráði við fyrirtæki og Atvinnuráðgjöf Vesturlands.

 

Fjármál og stjórnsýsla

Í samkomulagi flokkanna segir að stjórnkerfi sveitarfélagsins verði endurskoðað með það að leiðarljósi að boðleiðir styttist og hlutverkaskipan skýrist. Íbúa- og kynningarfundir verði haldnir reglulega. Eftirlit með fjárhagsstöðu Borgarbyggðar verði eflt enn frekar og komið verður á rekstrarsamningum milli stofnana sveitarfélagsins og sveitarstjórnar og rammafjárveitingum verði framhaldið. Innkaupareglur verði settar og hugað verður sérstaklega að innkaupum úr héraði. Unnið verði markvisst að lækkun skulda sveitarsjóðs Borgarbyggðar. Loks verða ítrekaðar fyrri óskir sveitarstjórnar Borgarbyggðar varðandi nauðsynlega rannsókn á hruni Sparisjóðs Mýrasýslu.

 

Menning og atvinna

Í meirihlutasamkomulaginu segir að stutt verði við menningarstarf í héraðinu. Þá verða einstaklingar og fyrirtæki aðstoðuð við að hefja starfsemi. Víða er að finna ónotað húsnæði sem hentað gæti margvíslegri starfsemi. Varðandi flugvöllinn við Stóra-Kropp verður stutt við áform um stóraukna nýtingu þeirrar aðstöðu. Háskólarnir á Hvanneyri og Bifröst eru mikilvægir samfélaginu, staðinn verði vörður um starfsemi þeirra og samstarf sveitarfélagsins við þá aukið með eflingu Háskólaráðs Borgarfjarðar. Unnið verður markvisst að því að efla landbúnað í Borgarbyggð. 

 

Umhverfis- og skipulagsmál

Sett verður í gang hugmyndavinna varðandi miðbæjarskipulag í Borgarnesi. Áætlanir um legu þjóðvegarins um Borgarnes verði endurmetnar. Unnið verður að bættu umferðaröryggi á þjóðvegum í gegnum þéttbýliskjarna í Borgarbyggð sem og við stór gatnamót í sveitarfélaginu. Þrýst verður á lagfæringu á Uxahryggjavegi og öðrum malarvegum í Borgarbyggð, vegakerfið í Borgarbyggð er afar víðfeðmt og víða orðin gríðarleg þörf á endurbótum og lagfæringum. Áfram verði unnið að gerð göngustíga í þéttbýli og fegrun opinna svæða. Unnið verður að verndun og bættu aðgengi að náttúruperlum í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Efla á umhverfisvitund og þátttöku allra í samfélaginu varðandi hreinsun og fegrun. “Hrein og snyrtileg Borgarbyggð er samfélagslegt verkefni,” segir í samningnum. Þá segir að stefnt verði skal að því að rekstur náttúruverndarsvæða og þjóðskóga verði í umsjón sveitarfélagsins, leitað verði samninga við ríkisvaldið um tilraunaverkefni á því sviði. 

 

Fjölskyldu- og velferðarmál

Leikskólarnir verða áfram reknir af metnaði og sveigjanleiki í opnunartíma verði aukinn eftir því sem kostur er.  Ekki verður hróflað við núverandi skipulagi grunnskólahalds á kjörtímabilinu en áhersla lögð á gæðamál, samræmingu í þjónustuframboði og fjárveitingum. Hlúð verði að tengslum skólanna við nærumhverfið og hvers kyns þróunarverkefnum sem auðgað geti skólastarfið. Aðbúnaður verði bættur eins og kostur er.  Áfram verði rekinn öflugur tónlistarskóli í Borgarbyggð. Endurskoðaður verður stuðningur við tómstundastarf barna og unglinga t.d. með útgáfu frístundakorta. Leitað verður leiða við að koma á skólaakstri í MB úr dreifbýlinu. Sýndur verður metnaður við undirbúning og yfirtöku á málefnum fatlaðra.  Ungmennaráð Borgarbyggðar verði virkjað enn frekar varðandi stefnumörkun í málefnum yngra fólks. Eldriborgararáð Borgarbyggðar verði virkjað enn frekar varðandi stefnumörkun í málefnum eldra fólks. Stutt verður við uppbyggingu og eflingu á starfsemi Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is