Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2010 08:01

Ungi að komast á legg í Arnarsetrinu

Ernir. Ljósm. rs.
Að þessu sinni heppnaðist útungunin í arnarhreiðrinu margfræga í ónefndum hólma í Reykhólahreppi þar sem Arnarsetur Íslands er með vefmyndavél. Þar er nú einn ungi sem óðast er að komast á legg. Vefmyndavél var fyrst sett við hreiðrið fyrir tveimur árum og þá komu arnarhjónin upp einum unga en á síðasta ári misheppnaðist útungun og hjónin lágu á lengi eftir að ljóst var að um fúlegg væri að ræða. Frá þessu er greint á vef Reykhóla, en Arnarsetur Íslands er framtak hjónanna Signýjar M. Jónsdóttur og Bergsveins Reynissonar á Gróustöðum við Gilsfjörð. Framtíðaraðsetur þess og sýningarstaður verður í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi.

 

 

 

Aðgangur að vefmyndavélinni á netinu kostar kr. 1.000 og gildir áskriftin í mánuð í senn. Hægt er að komst inn á vef Arnarsetursins m.a. í gegnum vefsíðu Reykhólahrepps. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni lítur vel út með arnarvarp við Breiðafjörð. Fór varp af stað í einu hreiðri fleira í vor en í fyrra og er varp nú meira en vitað er um frá því reglubundið eftirlit með arnarvarpi hér á landi byrjaði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is