Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2010 09:56

Laxinn er óvenjusnemma mættur í árnar

Kíkt eftir laxi.
“Við vorum á göngu meðfram Langá á Mýrum í vikunni og sáum fiska á tveimur stöðum í ánni. Þá fórum við einnig að Hítará og þar var hann einnig mættur,” sögðu spenntir veiðimenn sem höfðu samband við Skessuhorn. Laxinn er nú genginn í flestar árnar á Vesturlandi. Ef úrkoma verður þokkaleg má því vel búast við góðu laxveiðisumri því laxinn hefur aldrei gengið svona snemma í árnar.   Lax er kominn í Brynjudalsá og Botnsá í Hvalfirði og Laxá í Kjós fyrir nokkru. Laxar eru gengnir í Laxá í Leirársveit og í Grímsá í Borgarfirði. Jón Þór Júlíusson og fleiri eru búnir að sjá nokkra laxa í henni. Þá er lax kominn í Flókadalsá. Í Haukadalsá og Laxá í Dölum hafa sést fiskar. Í Þverá hefur einnig sést til fiska neðantil í ánni og þá hafa laxar veiðst í Norðurá eins og við höfum greint frá og eftir að tók að rigna á svæðinu hefur fiskur bunkast inn að sögn veiðimanna.

Lax er kominn í Andakílsá, Straumana, Ferjukotseyrar, Brennuna og á Svarthöfða. Sést hefur til fiska í Gljúfurá, Langá á Mýrum, Álftá, Hítará, Haffjarðará og Straumfjarðará þannig að þetta lítur afar vel út. Síðdegis í gær kíktum við með bökkum Reykjadalsár í Borgarfirði en þar var dauft enda áin afar vatnslítil. Ekkert líf var þannig í Klettsfljótinu, neðan til í ánni. Þá hefur ekki sést til laxa í Leirá enda er hún einnig vatnslítil um þessar mundir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is