Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2010 09:56

Laxinn er óvenjusnemma mættur í árnar

Kíkt eftir laxi.
“Við vorum á göngu meðfram Langá á Mýrum í vikunni og sáum fiska á tveimur stöðum í ánni. Þá fórum við einnig að Hítará og þar var hann einnig mættur,” sögðu spenntir veiðimenn sem höfðu samband við Skessuhorn. Laxinn er nú genginn í flestar árnar á Vesturlandi. Ef úrkoma verður þokkaleg má því vel búast við góðu laxveiðisumri því laxinn hefur aldrei gengið svona snemma í árnar.   Lax er kominn í Brynjudalsá og Botnsá í Hvalfirði og Laxá í Kjós fyrir nokkru. Laxar eru gengnir í Laxá í Leirársveit og í Grímsá í Borgarfirði. Jón Þór Júlíusson og fleiri eru búnir að sjá nokkra laxa í henni. Þá er lax kominn í Flókadalsá. Í Haukadalsá og Laxá í Dölum hafa sést fiskar. Í Þverá hefur einnig sést til fiska neðantil í ánni og þá hafa laxar veiðst í Norðurá eins og við höfum greint frá og eftir að tók að rigna á svæðinu hefur fiskur bunkast inn að sögn veiðimanna.

Lax er kominn í Andakílsá, Straumana, Ferjukotseyrar, Brennuna og á Svarthöfða. Sést hefur til fiska í Gljúfurá, Langá á Mýrum, Álftá, Hítará, Haffjarðará og Straumfjarðará þannig að þetta lítur afar vel út. Síðdegis í gær kíktum við með bökkum Reykjadalsár í Borgarfirði en þar var dauft enda áin afar vatnslítil. Ekkert líf var þannig í Klettsfljótinu, neðan til í ánni. Þá hefur ekki sést til laxa í Leirá enda er hún einnig vatnslítil um þessar mundir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is