Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2010 11:45

Samgöngunefnd SSV mótmælir niðurskurði í samgönguáætlun

Slík sjón verður sjaldgæf á Vesturlandi á næstunni ef marka má samgönguáætlun.

Samgöngunefnd Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009 – 2012. Þar mótmælir nefndin þeim gríðarlega niðurskurði sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Meðal annars er bent á að svæðið sé dreifbýlt og mikil þörf á að endurgera vegi og auka við slitlag á tengi- og héraðsvegum. Samgöngunefnd óskar jafnframt eftir því að ýmis smærri verkefni sem fallið hafa út úr núgildandi samgönguáætlun verði höfð inni í áætlun og í þau ráðist ef fjármunir fáist til þeirra.

 

 

 

 

Flugmálaáætlun

Hvað flugvallarmál á Vesturlandi varðar þá telur samgöngunefnd SSV ástæðu til að vekja athygli á því hversu mikilvægir Borgarfjarðarflugvellirnir eru m.t.t. þjálfunar á ungum flugmönnum. Mikilvægt er að flugvellir á Snæfellsnesi varðveitist og séu nothæfir, m.t.t. öryggismála fyrir flugsamgöngur og ferðaþjónustu.

 

Vegaáætlun

Á yfirstandandi ári eru áætlaðar 3.082 milljónir kr. til vegaframkvæmda. Þar af fara 2.113 milljónir kr., eða tæp 70%, til Óshlíðarganga. “Þessi framkvæmd var sett á sem neyðarframkvæmd á sínum tíma og telur samgöngunefnd SSV það óásættanlegt að framkvæmd við Óshlíðargöng skerði framlög til brýnna vegaframkvæmda á Vesturlandi.”

 

Tengi- og héraðsvegir hafa setið á hakanum

Um NV kjördæmi liggja um 39% af heildarvegakerfi landsins. Til samanburðar má nefna að um Suðurland liggja um 28% vega landsins. Heildarvegakerfi NV kjördæmis eru rúmir 5000 km. Þar af eru tengivegir 1300 km. og af þeim liggja um 500 km um Vesturland. Svipaða sögu er að segja um héraðsvegi. Svæðið er dreifbýlt og mikil þörf er á því að endurgera vegi og auka við slitlag á tengi- og héraðsvegum og er það mat forsvarsaðila Vegagerðarinnar á Vesturlandi að landshlutinn hafi orðið á eftir hliðstæðum svæðum hvað slitlagsvæðingu varðar.

 

Verkefni hafa fallið út

Í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun háttar svo að fjöldi verkefna, sem eru inni á núgildandi vegaáætlun, hafa verið slegin út af borðinu. Má þar nefna stórframkvæmd sem kom inn á núgildandi vegaáætlun, sem hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar, veg um Fróðárheiði. Smærri verkefni - framkvæmdir um stofn- og tengivegi sem falla út eru: Vegamót við Varmaland, Lundareykjadalsvegur, Snæfellsnesvegur við og norðan við Loftorku, Svínadalsvegur, Melasveitarvegur, Skorradalsvegur, Þverárhlíðarvegur, Hvítársíðuvegur v/Bjarnastaði, Helgafellssveitarvegur, Haukadalsvegur, Kvíabryggjuvegur og vegur um Þjóðgarðinn.  “Samgöngunefnd SSV óskar eftir því að þær framkvæmdir sem hér hafa verið taldar upp standi áfram inni og þær verði teknar til framkvæmda þegar fjármagn fæst til þeirra. Samgöngunefnd SSV býður fram aðstoð sína við forgangsröðun framkvæmdanna eftir því sem fjármagn fellur til.  Nefndin bendir einnig á að smærri verkefni geti skilað meiru til byggðanna og er það mikilvægt eins og árar í þjóðfélaginu.”

Þá segir í ályktun SSV að fjármagn til viðhaldsverkefna sé óviðunandi. “Það vegakerfi sem hefur verið byggt upp á síðustu árum þarfnast viðhalds og eru fjármunir til viðhaldsverkefna engan veginn í samræmi við þau eins og staðan er.

 

Sanngjörn skipting fjármuna

Á árunum 2009 til 2012 gerir samgönguáætlun ráð fyrir um 84 millj. kr. til tengivega, en að hluta til er um að ræða óskipt fjármagn. “Samgöngunefnd SSV ítrekar að þessu fjármagni skuli skipt með sanngjörnum hætti m.t.t. vegalengda í kjördæmum.”

Viðhald, vetrarþjónusta og umferðaröryggi. Á niðurskurðartímum sem þessum er mikið atriði að huga að verkefnum sem tengjast vetrarþjónustu. “Samgöngunefnd SSV áréttar það við stjórnvöld að viðhald á vegakerfinu og vetrarþjónusta verði ásættanleg og komi ekki niður á öryggi vegfarenda.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is