Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2010 01:14

Líklegt að farið verði í byggingu nýs háskólasjúkrahúss

Alþingi samþykkir líklega áætlanir um nýtt sjúkrahús í næstu viku.
Líklegt er að Alþingi samþykki fyrir þinglok í næstu viku frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags vegna byggingar nýja Landspítalans. Þverpólitísk samstaða hefur verið í þinginu um málið, en annarri umræðu um það lauk í gær.  Gert er ráð fyrir að félagið geti hafið rekstur 1. júlí næstkomandi. Fimm hönnunarteymi sem taka þátt í samkeppni um frumhönnun nýs Landspítala skiluðu fyrir helgi gögnum til Ríkiskaupa og gert ráð fyrri að niðurstöður úr keppninni verði birtar 9. júlí næstkomandi.  Hönnunarsamkeppnin tekur annars vegar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar til útfærslu á 66 þúsund fermetra nýbyggingu spítalans. Hluti af verkefninu verður einnig að skoða frumhönnun á 10.000 fermetra byggingu fyrir Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að hönnun hefjist af fullum krafti í ágúst á þessu ári.

Á undanförnum vikum hefur verkefnisstjórn vegna væntanlegrar spítalabyggingar ferðast um landsbyggðina og kynnt tillögurnar. Skessuhorn mætti á einn slíkan fund og var ítarlega fjallað um þessar áætlanir um nýtt háskólasjúkrahús í blaðinu í vor.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is