Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2010 08:01

Útskrift í hestafræði – verkefni tveggja háskóla

Við útskrift nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands 4. júní sl. voru útskriftaðir fyrstu nemendurnir með BS próf í hestafræðum. Það sem vakti sérstaka athygli var að nú sameina krafta sína tveir háskólar hérlendis og brautskrá sameiginlega nemendur með þessa BS prófgráðu. Um er að ræða samstarfsverkefni LbhÍ og Háskólans á Hólum.

BS próf í hestafræðum er byggt á sameiginlegu námi beggja skólanna og stunduðu 20 nemendur nám í þessum fræðum í vetur. Tvö fyrstu námsárin eru nemendurnir á Hvanneyri en eina sumarönn og þriðja námsárið á Hólum. Á Hvanneyri er m.a. boðið uppá almennari námskeið í raungreinum og búvísindum en á Hólum er boðið uppá sérhæfari námskeið í hestafræðum. Nemendur vinna síðan lokaverkefni. 

Á myndinni eru frá vinstri: Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum, Emma Eyþórsdóttir brautarstjóri við LbhÍ, Brynjar Skúlason, Sigríður Bjarnadóttir, Einar Reynisson, Víkingur Gunnarsson deildarstjóri á Hólum og Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ. Ljósm. áþ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is