14. júní. 2010 01:01
Landsframleiðsla er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2009 til 1. ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum Hagtíðindum frá Hagstofu Íslands. Í þeim segir að einkaneysla hafi dregist saman um 0,6%, samneysla um 0,5% og fjárfesting um 15,6%, en sá samdráttur skýrist að mestu leyti af kaupum á skipum og flugvélum á 4. ársfjórðungi. Á sama tímabili dróst bæði út- og innflutningur saman, útflutningur um 3,6% og innflutningur um 3,3%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli ársfjórðunga, ekki ára, segir í helstu niðurstöðum Hagtíðindanna.