Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2010 03:03

Breitt samstarf um slysavarnir

Fulltrúar þeirra sem koma að Safetravel verkefninu.
Í síðustu viku skrifuðu 16 aðilar, sem koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, undir samstarfssamning um öryggismál ferðamanna undir heitinu Safetravel. Markmið þess er að efla forvarnir. Leitað var samstarfs félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í þeim tilgangi að nýta betur fjármuni, þekkingu og reynslu allra þeirra sem hafa verið að sinna þessum málum hingað til. Þeir sem taka þátt í Safetravel verkefninu eru: Landsbjörg, iðnaðarráðuneytið, Neyðarlínan, Vegagerðin, Ferðafélag Íslands, Veðurstofan, Samtök ferðaþjónustunnar, Ríkislögreglustjóri, Íslandsspil, FÍB, Síminn, Sjóvá, Útivist, Umhverfisstofnun, 4x4 og Umferðarstofa.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur á undanförnum árum beitt sér í auknu mæli í öryggismálum ferðamanna og verið þar í fararbroddi. Hálendisvakt björgunarsveitanna er nú hluti af Safetravel verkefninu en síðastliðin fjögur sumur hafa björgunarsveitir verið á hálendisvakt yfir sumartímann ferðamönnum til aðstoðar og leiðbeiningar með það að markmiði að fækka slysum. Síðasta sumar voru sveitir þar í rúmar sex vikur og skiluðu tæplega 19.000 vinnustundum í sjálfboðalvinnu. Aðstoðarbeiðnum hjá hálendisvaktinni hefur fjölgað gífurlega. Árið 2008 voru þær 367 en 931 sumarið 2009.  Helstu verkefni sveita voru aðstoða við ár og vöð, veitt var fyrstu hjálp þegar slys, veikindi eða ofkæling átti sér stað. Farið var í leit að fólki auk leiðbeininga og fræðslu til ferðafólks, aðtoð við bilaða bíla og m.fl.

 

Fjöldi þeirra sem ferðast um landið hefur verið að aukast með hverju árinu. Tölur frá Ferðamálastofu sýna að 90% Íslendinga ferðuðust innanlands síðasta sumar og um hálf milljón erlendra ferðamanna heimsótti landið. Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að árið 2018 geti fjöldi erlendra ferðamanna verið kominn í eina milljón. Áætlað er að tekjur af erlendum ferðamönnum hér á landi hafi verið 155 milljarðar árið 2009 sem er um 21% raunaukning frá árinu á undan og er ferðaþjónustan nú orðin ein af stærstu gjaldeyrisskapandi greinum þjóðarinnar með um 18% hlutdeild.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is