Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2010 10:01

Kraftur í náttúrurannsóknum í Stykkishólmi í sumar

Á þessum árstíma er mikið unnið að gagnaöflun vegna náttúrurannsókna. Í frétt frá Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi segir að alls muni 23 koma að ýmsum rannsóknum í vor og sumar á vegum NSV og Háskólaseturs Snæfellsness. Þeim til viðbótar eru starfsmenn Stykkishólmsbæjar og sjálfboðaliðar sem vinna munu að aðgerðum gegn ágengum plöntutegundum í sumar undir faglegri verkstjórn Náttúrustofunnar auk fræðimanna sem eiga leið um Stykkishólm og nýta aðstöðu eða aðstoð starfsfólks stofnananna við rannsóknir sínar á svæðinu.

“Á Náttúrustofu Vesturlands eru fjórir fastráðnir starfsmenn í fullu starfi, sem m.a. sinna rannsóknum á spendýrum, fuglum og plöntum og vinna að umhverfismálum, auk þess sem danskur sérfræðingur Norrænu eldfjallastöðvarinnar hefur þar starfsaðstöðu hluta af sínum vinnutíma. Í vor og sumar sinna þrír verkefnaráðnir starfmenn afmörkuðum verkefnum um mink, glókoll og tófu. Í sumar verður hér einnig doktorsnemi á styrk frá Rannís vegna minkarannsókna og líffræðinemi, sem fékk styrk til að vinna að rannsóknum á verkun þara á vegum Matís og Íslenskrar bláskeljar ehf. og hafa mun vinnuaðstöðu m.a. á Náttúrustofunni. Þeim til viðbótar er sjálfboðaliði sem verður við ýmsar rannsóknir í júlí.

 

Á Háskólasetri Snæfellsness eru tveir fastráðnir starfsmenn í fullu starfi, einkum við rannsóknir á æðarfugli og sjófuglum. Í sumar fjölgar verulega þegar hingað koma tveir doktorsnemar til rannsókna á kríu og æðarfugli ásamt 3-4 sjálfboðaliðum á þeirra vegum. Þá dvelja hér um hríð tveir erlendir sérfræðingar, bandarískur sérfræðingur í veirusjúkdómum í fuglum og kanadískur sjófuglasérfræðingur. Þrír sumarstarfsmenn verða við Háskólasetrið; tveir líffræðinemar úr Stykkishólmi vinna verkefni sín um lunda og kríu á styrkjum sem fengust hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Loks fengu Háskólasetrið og Vör Sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð styrk fyrir sumarmanneskju sem mun prófa veiðiaðferðir á marhnút, marflóm, sprettfiski og kræklingi, með það markmiði að geta vaktað þessar tegundir í framtíðinni,” segir í frétt frá NSV um fjölbreyttar náttúrurannsóknir á Snæfellsnesi í sumar.

 

Sjá nánar: www.nsv.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is