Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2010 08:01

Opnað á Arnarvatnsheiði á morgun

Arnarvatnsheiðin kemur vel undan vetri og eru vegir um hana orðnir þurrir og greiðfærir. Blaðamaður leit við um liðna helgi hjá forsvarsmönnum Veiðifélags Arnarvatnsheiðar sem þá voru að gera veiðihúsin klár fyrir opnun á morgun, 15. júní. Þó svo að formlega hafi veiðitímabilið ekki hafist fyrr en í gær, fékk blaðamaður ásamt tveimur öðrum að renna fyrir fisk á laugardaginn. Fyrir valinu varð Úlfsvatn. Siglt var um það á litlum báti síðari hluta dags og mest spúndregið. Fiskurinn lét sannarlega ekki á sér standa og víðast hvar um vatnið var mikið líf. Veðrið var þokkalegt, suðaustan gola eða kaldi á köflum, skýjað og smávæta á köflum. Ágætt veiðiveður. Eftir sex tíma veiði voru 30 silungar komnir á krókinn, flestir eitt til eitt og hálft pund en nokkrir 3,5. Lofar sannarlega góðu fyrir sumarið.

Á vettvangi veiðifélagsins er nú verið að leggja lokahönd á smíði nýs veiðihúss við Arnarvatn litla og verður það tekið í notkun í byrjun júlí. Bætist það við veiðihúsin tvö sem standa við Úlfsvatns. Batnandi nýting er á húsunum, að sögn Guðmundar Kristinssonar formanns veiðifélagsins, og eru þau mikið bókuð í byrjun tímabilsins. En þótt vel sé bókað í veiðihúsin er sjálfsagt að benda veiðimönnum á að víða er hægt að tjalda og þangað er hægt að komast með vel búin fellihýsi (á stórum hjólum). Þá er færð orðin svo góð um heiðina að auðvelt er að fara þangað í dagsferðir, því innan við klukkutíma tekur að aka frá Húsafelli í þau vötn sem næst liggja, svo sem Úlfsvatn, Stóra lón og Arnarvatn litla.

 

Vegurinn um heiðina hefur mikið verið bættur á síðustu árum. Raunar er eini farartálminn sem krefst þess að fólk sé á jeppum, vöðin á Norðlingafljóti; Úlfsvatnsvaðið og Helluvað. Búið er að slétta og bera í marga vegaslóða og eru þeir ágætlega greiðfærir. Til marks um vegabæturnar sl. 30 ár má benda á að ferð sem tók 5-6 klukkustundir þá, tekur innan við klukkustund í dag.

Allar nánari upplýsingar um veiðina á Arnarvatnsheiði, útleigu og pantanir húsa, sölu veiðileyfa og aðrar gagnlegar upplýsingar má finna á vefnum www.arnarvatnsheiði.is Einnig eru veiðileyfi seld í Hálsakoti, versluninni við Hraunfossa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is