15. júní. 2010 07:01
Fjöruhlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi er löngu orðið þekkt í matarflóru sumarsins. Þar framreiða Húsfreyjurnar margskonar rétti sem nú á tímum eru sjáldséðir á borðum landsmanna. Einnig eru þar á meðal nýrri matarhefðir svo allir geta fundið eithvað við sitt hæfi og notið veitinganna. Að þessu sinni verður hátíðin haldin laugardaginn 19. júní og hefst kl. 19. Meðal kræsinga er selkjöt, hrefnukjöt og reyktur rauðmagi. Sigin grásleppa og selshreifar, hákarl, ný og súrsuð egg, svartfugl, sviðasulta og heimagert skyr. Margs konar heimabakað brauðmeti verður borið fram auk fjölda annarra rétta. Hljóðfæraleikur og fjöldasöngur í stórtjaldi að ógleymdu hinu vinsæla bögglauppboði. Miðaverð er 3500 krónur fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir 6-12 ára. Matseðillinn í heild er birtur á www.nordanatt.is