Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2010 10:51

Fyrsti sigur Skagamanna í deildinni

Ragnar skoraði mark leiksins.
Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í sumar þegar þeir lögðu Víkinga 0:1 í Víkinni á föstudagskvöldið. Með sigrinum fór ÍA í 10. sæti deildarinnar og er með fimm stig eftir sex umferðir. Ljóst er að deildin er mjög jöfn og allir geta unnið alla. Neðsta liðið í deildinni Njarðvík vann einnig sinn fyrsta sigur á föstudagskvöldið þegar þeir lögðu HK 2:0 og eru Njarðvíkingar neðstir ásamt Gróttu með fjögur stig.  

ÍA-liðið mætti öflugt til leiks og var óheppið að komast ekki yfir á fyrstu 20 mínútunum. Víkingarnir fengu líka sín færi í fyrri hálfleik en markalaust var í leikhléinu. Skagamenn áttu síðan mun meira í seinni hálfleiknum og markið kom skömmu fyrir leikslok. Þar var að verki Ragnar Leósson. Þetta mark Ragnars reyndist sigurmark leiksins, en hann byrjaði á bekknum í leiknum. ÍA-liðið hóf leik með þá Hjört J. Hjartarson og Stefán Arnar Arnarson í fremstu víglínu.

 

 

„Ég er afskaplega ánægður með sigurinn á Víkingum. Strákarnir börðust mjög vel allan leikinn og gáfust aldrei upp og sigurmarkið hjá Ragnari á lokamínútunum staðfesti það. Við töluðum um það fyrir leikinn að það gæti tekið 90 mínútur að brjóta þá niður og það tókst,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn.

 

Skagamenn eiga heimaleik gegn Njarðvíkingum næsta föstudag. Í næstu viku verður svo aftur leikið á Skaganum og það tvívegis gegn Þrótti Reykjavík. Fyrri leikurinn verður í Visa-bikarnum og sá seinni í deildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Umsókn um styrki 2020

Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is