Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2010 09:01

Helgiganga í Dölum í minningu Auðar djúpúðgu

Helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu verður farin laugardaginn 19. júní í Dölum, á þeim stað sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var eina konan í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og ein fárra þeirra sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar.

Bílastæði eru við Krosshólaborg. Göngufólki er ráðlagt að safnast þar saman. Rúta fer þaðan kl. 14 að Auðartóftum. Eftir stutta helgistund verður gengið að Hvammskirkju. Þar verður einnig helgistund og gengið þaðan að Krosshólaborg, þar sem Landnáma segir að Auður hafi reist krossa og haft bænahald sitt.

Gangan er í allt um þrír kílómetrar.  Um kl. 16 verður svo helgistund með altarisgöngu á Krosshólaborg, sem allir eru velkomnir til, einnig þeir sem geta ekki farið í helgigönguna. Séra Gunnþór Ingason sérþjónustuprestur og séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur stýra helgistundunum. Gísli Helgason leikur í þeim írska og skoska tónlist á blokkflautu og Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur les brot úr skáldsögu sinni um Auði djúpúðgu þar sem segir frá kristnitöku hennar. Göngufólki verður boðið í kirkjukaffi í tjaldi undir Krosshólaborg þar sem steinkross var reistur fyrir 44 árum.

 

Þann 19. júní næstkomandi eru liðin 95 ár frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Því þótti vel við hæfi að heiðra minningu Auðar þennan dag. Þá er einnig nýliðinn messudagur heilags Kólumakilla sem telja má víst að hafi verið helsti dýrlingur kristinna landnámsmanna sem komu hingað frá Bretlandseyjum, og skammt undan eru sólstöður, sem gegndu stóru hlutverki í siðvenjum og trú Kelta.

 

Gangan er farin á vegum Starfshóps þjóðkirkjunnar um helgistaði á föruleiðum og Menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is