15. júní. 2010 10:01
Björgunarsveitinni Lífsbjörgu í Snæfellbæ barst síðasta vetur peningagjöf að upphæð 500.000 krónur frá Soffíu Erlingsdóttur, en hún gaf peningana í minningu eiginmanns síns Sæbjörns Vignir Ásgeirsson skipstjóra sem fórst með Svanborgu SH, þann 7. desember 2001 sunnan við Svörtuloft á Snæfellsnesi. Var það ósk Soffíu að peningarnir yrðu notaðir til tækjakaupa og var fjárfest í þurrbúningum og vestum fyrir áhöfn slöngubáts sveitarinnar sem er mannaður fjórum í áhöfn. Að sögn Davíð Óla formanns Lífsbjargar tók þrjá mánuði að fá alla gallana og vestin til landsins en þeir munu leysa af hólmi þunga og ómeðfærilega flotgalla. Nýju gallarnir eru hannaðir fyrir áhafnir opinna slöngubáta.