Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2010 03:01

Sextíu og fjórir nýir heimsforeldrar á Akranesi

Síðustu viku hafa 64 Skagamenn gerst heimsforeldrar. Bætast þeir þar með í hóp rúmlega 300 Akurnesinga sem styrkja Unicef með mánaðarlegum framlögum í gegnum heimsforeldraverkefnið og styðja þannig við starf samtakanna í þágu bágstaddra barna um allan heim. “Starfsfólk frá Unicef gekk í hverfi á Akranesi í síðustu viku til að kynna samtökin og heimsforeldraverkefnið með þessum ánægjulega árangri. Eru heimsforledrar í bæjarfélaginu nú orðnir alls 369 talsins, eða tæplega 8% allra íbúa sveitarfélagsins 18 ára og eldri.

Allt frá því að íslensk landsnefnd fyrir Unicef var stofnuð árið 2004 hafa heimsforeldrar verið hjartað í starfseminni. Á síðasta ári komu 64% fjárframlaga til samtakanna frá þessum stóra hópi Íslendinga sem augljóslega lætur velferð og réttindi barna sig varða.

Hvergi eru fleiri heimsforeldrar miðað við höfðatölu en á Íslandi og geta landsmenn því verið stoltir af þeirri staðreynd. Unicef á Íslandi þakkar öllum heimsforeldrum, hvar sem þeir búa á landinu, kærlega fyrir stuðninginn fyrir hönd þeirra barna sem af honum njóta góðs og hvetur sem flesta til að slást í hópinn,” segir í tilkynningu frá samtökunum.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is