Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2010 02:01

Segist vera kominn til að vera

“Mér líður vel hérna og okkur hefur verið tekið ótrúlega vel. Hér er gott að búa og íbúar eru allir svo jákvæðir. Gestir sem komið hafa í heimsókn til okkar að sunnan tala allir um hvað fólkið hér sé vinalegt og andrúmsloftið jákvætt. Íbúar heilsa hvorum öðrum og maður finnur fyrir góðum anda hérna. Það er auðvelt að kynnast íbúum Snæfellsbæjar og ég þekki orðið fullt af fólki,” segir Eysteinn Jónsson nýráðinn útibússtjóri Landsbankans í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Eysteinn flutti til Ólafsvíkur í janúar með stóra fjölskyldu en alls eiga þau hjónin fimm börn. “Við vissum að hér yrði gott að ala upp börn en við eigum eina 11 ára fjölfatlaða stelpu og svo eigum við átta ára stelpu, fjögurra ára strák og tvær sjö mánaða stelpur. Fengum tvíbura í lokin,” segir Eysteinn og hlær.

“Mér finnst ótrúlegt hvað við höfum fengið góða þjónustu fyrir elstu stelpuna. Á fjórum mánuðum erum við komin með sömu aðstöðu fyrir hana hérna og tók fimm ár að fá í Keflavík. Grunnskólinn hér er alveg frábær en það var í raun bara búin til aðstaða fyrir hana því hana hafði ekki þurft áður.”

 

Sjá nánar viðtal við Eystein í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is