Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2010 11:22

Opnun Vatnshellis og undirritun Verndaráætlunar

Í gær undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra verndaráætlun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Var það gert við op Undirheima, innganginn að neðri hluta Vatnshellisins í Purkhólahrauni. Sá inngangur var síðan formlega opnaður að undirskrift lokinni.  Um 60 manns voru við athöfnina. Það var hugmynd Árna Stefánssonar augnlæknis að gera Vatnshellinn manngengan og ferðamannavænan. Verndaráætlun Þjóðgarðsins var höfð að leiðarljósi við framkvæmdirnar en í henni felst að mótuð er verndarstefna sem unnið er eftir til að varðveita og vernda náttúru og minjar innan Þjóðgarðsins.

Kraftaverk og snarbilaðir menn

Fyrir ári síðan komu þeir Árni Stefánsson augnlæknir og Hjörleifur Stefánsson arkitekt þeirri hugmynd á framfæri við Kristinn Jónasson bæjarstjóra Snæfellsbæjar og Guðbjörgu Gunnarsdóttur þjóðgarðsvörð að byggja yfir opið að neðri hluta Vatnshellis. Vildu þeir setja þar hringstiga og koma upp lýsingu þannig að ferðamenn gætu notið fegurðarinnar sem þar er að finna og vernda í leiðinni hellinn sem er talin með þeim heillegustu á Snæfellsnesi. Kristinn bæjarstjóri tók í fyrstu ekkert sérlega vel í þetta verkefni en fór þó með þeim félögum að skoða hellinn. Aðgengið var ekki gott og þurftu þeir að síga einhverja metra niður spotta utan í drullusvaði. Kristinn varð þó alveg orðlaus eftir að hafa farið inn í hellinn og skoðað. Eftir það var ekki aftur snúið og var bæjarstjórinn staðráðinn í að koma þessari hugmynd Árna í verk.

Árni Stefánsson rak í ræðu sinni við opnun hellisins sögu framkvæmdanna. Minntist hann á að það hafði þurft að moka nokkrar fötur af mold og grjóti upp úr innganginum til að koma hringstiganum fyrir. Þegar menn áttuðu sig á umfangi verksins var fengið í það kranabíll og var notast við gamalt löndunarmál. Að lokum hafði verið mokað upp um sex tonnum af mold og stórgrýti. Árni sagði verk þetta “kraftaverk” og að “snarbilaðir menn” hefðu verið að verki. Bæjarstjórinn stjórnaði vöskum hópi sjálfboðaliða um helgar og á kvöldin en allt var þetta gert í sjálfboðavinnu.

 

Sungið fyrir hellisgesti

Vatnshellir er í Purkhólahrauni suður af Snæfellsjökli rétt við þjóðveginn. Hellirinn er 200 metra langur og er heilmikil hvelfing austur af innganginum þegar niður hringstigann er komið. Kallast hún Bárðar hvelfing, kennt við Bárð Snæfellsás sem bauð þangað skessunum Hít og Hettu til veislu. Í þessari hvelfingu eru kalksteinsútfellingar sem hafa verið girtar af ásamt dropasteinsstrýtum. Við enda hringstigans í austurátt hafa verið smíðaðar tröppur niður í Vatnshellirinn og við enda hellisins er mikið op, einir 10-12 metrar í frjálsu falli, en þar verður settur upp annar hringstigi.

Öllum boðsgestum var boðið að fara ofan í hellinn en Árni Stefánsson fór í fararbroddi og lýsti því sem fyrir augu bar. Lilja Riedel, dúx Fjölbrautaskóla Snæfellinga þetta árið, tók lagið fyrir gesti inni í hellinum. Á meðan á þessu stóð var einnig talsverð umferð af erlendum ferðamönnum sem notuðu tækifærið og skoðuðu hellinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is