Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2010 07:01

Íbúatalan tvöfaldast á Akranesi um helgina vegna Pollamótsins

Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA segir að varlega áætlað megi búast við að sex þúsund manns verði gestkomandi á Akranesi vegna Pollamóts Norðuráls sem byrjar um hádegið í dag og lýkur um hádegi á sunnudaginn. Alls keppa um 1300 ungir knattspyrnumenn á mótinu, 10 ára og yngri, alls 144 lið frá 25 félögum. Þetta eru félögin frá Borgarnesi á suðvesturhorninu austur á Selfoss, til Reykjaness og út til Eyja.  Mótið hefst með skrúðgöngu um hádegisbil í dag. Þá verður gengið frá bæjarskrifstofunum út á Jaðarsbakka þar sem mótið hefst klukkan 13. Á föstudagskvöld verður öllum þátttakendum og gestur boðið af Norðuráli á leik ÍA og Njarðvíkur í 1. deildinni.

Keppni hefst síðan aftur á Pollamótinu árla á laugardagsmorgun. Á laugardagskvöld verður efnt til kvöldskemmtunar í Akraneshöllinni. Seinna um kvöldið bjóða allir foreldrar fótboltabarna á Akranesi gestaforeldrum til kaffidrykkju og kökuhlaðborðs í íþróttamiðstöðunni, eins og venjan hefur verið á pollamótunum. Úrslitaleikir mótsins fara síðan fram á sunnudagsmorgun og mótið endar með grillveislu, verðlaunaafhendingu og mótslitum um hádegisbilið.

 

Mikil tjaldborg verður á Safnasvæðinu í Görðum um helgina, en tjaldbúðunum er skipt í fimm svæði. Nú hefur verið bætt við einu tjaldsvæði, að sögn Þórðar. Svokölluðu formannatjaldsvæði við Víðigrund.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is