18. júní. 2010 02:01
Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar fyrr í vikunni var samþykkt að ráða Laufeyju Jóhannsdóttur áfram í starf sveitarstjóra, en eftir er þó að ganga frá ráðningarsamningi við hana til næstu fjögurra ára. Laufey hefur verið sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit í rúm tvö ár. Sigurður Sverrir Jónsson var á fundinum kosinn forseti sveitarstjórnar og Ása Helgadóttir varaforseti. Þá var á fundinum kosið í hin ýmsu ráð og nefndir sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Lesa má um það á vef sveitarfélagsins; www.hvalfjardarsveit.is