Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2010 01:10

Kjósa þarf aftur í Reykhólahreppi

Íbúar í Flatey vissu ekkert um kosningarnar í eigin sveitarfélagi.
Úrskurðarnefnd komst á föstudaginn að þeirri niðurstöðu að kosningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps 29. maí sl. væru ógildar þar sem láðst hafði að auglýsa þær í Flatey, en eyjan tilheyrir eins og kunnugt er Reykhólahreppi. Skessuhorn greindi frá því í vikunni eftir kosningarnar að Hafsteinn Guðmundsson bóndi í Flatey hefði kært framkvæmd kosninganna. Dreifibréf sem sent hafi verið íbúum sveitarfélagsins hafi ekki borist í Flatey. Þá hafi ekki verið boðið upp á utankjörfundar atkvæðagreiðslu í eyjunni. Póstnúmer í Flatey er annað en hjá íbúum á fastalandinu og því virðist sem skrifstofu Reykhólahrepps hafi láðst að geta þess þegar auglýsing var póstlögð að hún ætti einnig að berast íbúum í Flatey og því höfðu þeir í raun engar upplýsingar um kosningarnar.

Kosið var persónukosningu í Reykhólahreppi. Á kjörskrá voru 208 og greiddu 128 atkvæði. Einn seðill var auður. Hafsteinn Guðmundsson í Flatey fagnar niðurstöðu úrskurðarnefndar. “Það er gott að réttindi fólks skuli vera virt. Við fengum engar upplýsingar um kosningarnar og margir hérna töldu að það væri bara einn listi sem kæmi fram og því tilgangslaust að kjósa,” sagði hann í samtali við Vísi.is í gær þegar úrslitin lágu fyrir.

 

Í kosningunum 29. maí sl. fékk Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir flest atkvæði í hreppsnefnd. Hún segir í samtali við Skessuhorn að nýja hreppsnefndin sé ekki enn búin að koma saman enda hafi hún ekki fengið til þess umboð þar sem strax eftir kosningar lá fyrir að niðurstaðan yrði kærð. “Við ákváðum að bíða niðurstöðu úrskurðarins frá kjörnefndinni sem sýslumaður skipaði. Nú er úrskurðurinn kominn og í honum segir m.a. að mistök þessi geti haft haft áhrif á hverjir skipi sæti í varahreppsnefnd. Nýja hreppsnefndin hefur því ekki enn fengið kjörbréf sitt og þar með umboð til að taka yfir málefni sveitarfélagsins. Það er því ennþá gamla sveitarstjórnin sem hefur völdin og hún mun hittast á morgun og taka ákvörðun um næstu skref. Væntanlega mun hún ákveða að endurtaka kosningarnar í sveitarfélaginu eins fljótt og auðið er,” segir Ásta Sjöfn.

 

Nokkrir íbúar í hreppnum komu saman til fundar í gær þar sem málið var rætt. Sá hópur vill beina ábyrgð á mistökunum í aðdraganda kosninganna til sveitarstjórans, Óskars Steingrímssonar. Það muni kosta mikið að endurtaka þær með lögbundnum hætti. Í samtali við Vísi í gær viðurkenndi Óskar að framkvæmd kosninganna hafi verið mistök og segir að vel geti verið að skrifa mætti þau á sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is