Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2010 12:42

Sendiherrar sóttu Reykholt heim

Gestir skoða Snorralaug undir leiðsögn séra Geirs.
Um hundrað manna hópur sendiherra og maka þeirra sótti Reykholt í Borgarfirði heim í blíðskaparveðri síðasta föstudag. Sendiherrarnir voru viðstaddir hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardagsins í höfuðborginni en hefð er fyrir að í tengslum við heimsóknina sé farið með þá í dagsferð út úr borginni. Að þessu sinni lá leiðin á Þingvelli, ekið um Kaldadal og síðan langt stopp í Reykholti í boði Reykholtskirkju – Snorrastofu. Um leiðsögn sáu þeir sr. Geir Waage sóknarprestur og Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Farið var um húsakynni og önnur mannvirki í Reykholti og meðal annars skoðaður Laufeyjarlundur, garður sunnan við kirkjugarðinn og Sturlungareitinn sem öðlingskonan Laufey Þórmundardóttir fyrrum skólastjórafrú hóf ræktun í. Loks var snæddur kvöldverður hjá Fosshóteli Reykholti.

Að sögn Dagnýjar Emilsdóttur móttökustjóra Snorrastofu tókst heimsókn gestanna afar vel og voru þeir ánægðir að heimsókn lokinni. Dagný segir að mikil aukning sé í gestakomu í Reykholt það sem af er sumri og í mánuðunum maí og júní hafi verið sérlega gestkvæmt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is