Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2010 01:26

Ánægðir pollar eftir vel heppnað Norðurálsmót

Þau voru mörg sólskinsandlitin á Pollamóti Norðuráls sem fram fór um helgina. Mótið heppnaðist einstaklega vel að mati gesta og framkvæmdaaðila. Milt og gott veður hjálpaði líka til að fullkomna skipulagið sem er gríðarlega mikið á jafnstórum mótum og þessum. Að sögn Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA störfuðu á áttunda hundrað að skipulagningu mótsins undir forystu sex manna mótsstjórnar og 12 manna verkstjórnar. Auk knattspyrnuleikjanna þarf að skipuleggja máltíðir og fleira, en á mótinu voru sem dæmi framreiddar þrjár 1700 manna máltíðir, þúsund manna kökuveisla fyrir foreldra keppenda auk morgunmatar. Það voru því mörg handtökin þar sem víðar um bæinn.  

 

 

 

Pollamótið hófst með skrúðgöngu um hádegisbil á föstudag, þegar gengið var frá Stillholti út á Jaðarsbakka þar sem mótið hófst klukkan 13. Til marks um fjölda þátttakenda í henni þá voru þeir síðustu að leggja af stað frá Ráðhúsinu þegar þeir fyrstu voru komnir í Akraneshöllina. Keppni stóð síðan yfir fram undir kvöld bæði föstudag og laugardag. Úrslitaleikirnir fóru svo fram á sunnudagsmorgninum og mótið endaði með grillveislu, verðlaunaafhendingu og mótslitum um hádegisbil.

 

Á Pollamótum eru allir sigurvegarar, en tvenn verðlaun standa þó upp úr. Það eru verðlaunin til prúðasta hópsins og háttvísisverðlaunin. Það félags sem fékk verðlaun fyrir að vera prúðast var Fylkir úr Árbænum. Fylkisfólkið þótti sýna af sér einstaka prúðmennsku bæði innan vallar sem utan. Háttvísisverðlaunin, sem eru fyrir framkomu innan vallar, féllu í skaut HK-manna úr Kópavogi.

 

Ítarlega er sagt frá Norðurálsmótinu í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is