Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2010 05:49

Olís bakkaði með stórfellda eldsneytishækkun

Olís hækkaði verð á eldsneyti um 20 krónur á lítrann í morgun. Síðdegis í dag dró félagið svo hækkunina til baka þar sem ljóst þótti að einungis Skeljungur fylgdi eftir og hækkaði verð hjá sér, reyndar um 12 krónur, ekki 20 eins og Olís. Algengt verð hjá Olís á Vesturlandi er síðdegis í dag 186,60 kr. fyrir lítrann af bensíni en 183,60 kr. fyrir dísillítranum. Skeljungur hefur hins vegar ekki dregið sína verðhækkun til baka og er nú bensínlítrinn dýrastur á stöðvum Skeljungs. Orkan selur í dag ódýrasta eldsneytið þó einungis muni sjónarmun á verði miðað við ÓB.

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Olís í morgun kom fram að verð á eldsneyti væri langt undir því verði sem þurfi til “að standa undir eðlilegri verðmyndum miðað við innkaupsverð og gengi,” eins og sagði í tilkynningunni.  Hækkunin í morgun hafi því átt að taka mið af heimsmarkaðsverði og gengi og þrátt fyrir hækkun væri verð með því lægsta sem gerðist í nágrannaríkjum okkar. 

 

“Félagið vill árétta að lækkað verð tekur eingöngu mið af samkeppnis­ástæðum, en er allt of lágt sé miðað við heimsmarkaðsverð og gengi,” segir í tilkynningu á vef Olís nú síðdegis í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is