Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2010 08:01

Tvær áhugaverðar sýningar í Norska húsinu

Fyrr í þessum mánuði opnuðu sumarsýningar Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu í Stykkishólmi. Þessar tvær sýningar munu standa í allt sumar en Menningarráð Vesturlands styrkti uppsetningu þeirra. Í Mjólkurstofunni er sýningin Dillidó og Korriró. Þar sýnir Ingibjörg Ágústsdóttir átta útskorin verk byggð á þjóðsögum og þjóðtrú. Má þar nefna söguna um Gilitrutt og Fardaga álfa. Verk hennar hafa vakið mikla athygli og nú nýlega opnaði Þjóðminjasafn Íslands sýningu á verkum Ingibjargar. Hún er uppalin í Stykkishólmi og býr og starfar þar í dag. Áhugi hennar á handverki vaknaði fyrir alvöru þegar hún byrjaði að rannsaka íslenska faldbúninginn og handverk honum tengt. Búningahefðin, litirnir, mynstur og íslenskur útskurður, ásamt sögum og ævintýrum sem amma hennar sagði henni í æsku, hafa orðið innblásturinn að þessum útskornu tréverkum.

Náttúran og umhverfi Stykkishólms hefur einnig haft rík áhrif á listakonuna. Verkin mætti kalla “ævintýrabox” en flest verkin er hægt að hreyfa á einhvern hátt.

 

Í eldhúsinu er sýningin Ása Wright. Sýndir eru munir úr eigu Ásu Guðmundsdóttur Wright, sem ólst að hluta til upp í Stykkishólmi en bjó öll sín fullorðinsár á Bretlandi og síðar í Trinidad. Ása átti enga afkomendur og vildi þess vegna gefa íslensku þjóðinni innbú sitt og með því móti halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti. Þjóðminjasafn Íslands lánaði flesta gripina sem eru á sýningunni en auk þeirra muna sem þaðan eru fengnir eru á sýningunni bækur sem Ása gaf Amtbókasafninu í Stykkishólmi og ýmislegt annað sem minnir á veru hennar þar í bæ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is