Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júní. 2010 08:01

Brákarhátíð í Borgarnesi á morgun

Á morgun, laugardaginn 26. júní verður Brákarhátíð haldin í annað sinn í Borgarnesi, en hátíðin er til heiðurs Þorgerði Brák sem oft er nefnd fyrsta hetja Íslendingasagna. Hátíðin í ár verður með svipuðu sniði og í fyrra en nokkuð fjölbreyttari og stærri í sniðum. Líkt og í fyrrasumar er spáð góðu veðri. Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta götur sínar í tilefni dagsins. Dagskráin hefst klukkan 10 með Brákahlaupi frá Granastaðatúninu. Nú verður hægt að hlaupa bæði 10 km og 2,5 km.  Hægt er að skrá sig til hlaups á www.landnam@landnam.is. Þeir sem ekki hafa áhuga á að hlaupa, eða eru með börn á sínum snærum, geta farið í Menntaskólann og saumað víkingaföt á sig og/eða börnin. 

Verðlaunaafhending í Brákarhlaupinu verður við Brákareyjarbrúna að hlaupi loknu og þaðan geta svo allir farið niður í Englendingavík þar sem Gísli Einarsson stendur fyrir miklum kappleik í anda þeirra feðga Skallagríms og Egils. Sá leikur fer fram í leðjunni fyrir framan Englendingavík en samkvæmt flóðatöflu verðu háfjara um klukkan 11 á laugardaginn þegar kappleikurinn hefst.

 

Klukkan 13:30 hefst brúðugjörningur niður við Brákarbrú sem nemendur vinnuskólans og leikdeild Skallagríms fremja. Hópurinn hefur í vikunni unnið að því að gera brúður undir leiðsögn Bernd Ogrodnik. Þau munu svo ásamt prúðbúnum víkingum frá Hringhorna og Rimmugýg leiða skrúðgöngu sem fer sem leið liggur uppí Skallagrímsgarð þar sem við tekur fjölskylduskemmtun og víkingamarkaður. Þar mun víkingar úr Rimmugýg sýna bardagalist og Hringhornar sýna forna leiki. Þar verður einnig dansaður víkivaki, kaffisala verður, farið í leiki og fallegasta gatan í Borgarnesi verðlaunuð. Kynnir í garðinum er Unnur Halldórsdóttir.  

 

Að fjölskylduskemmtuninni lokinni verður slegið upp götugrilli um allan bæ og er fólk hvatt til að ganga á milli og smakka hjá hinum eða bjóða til sín gestum. Klukkan 20 hefst svo skemmtun í Englendingavík undir stjórn Hjörleifs Stefánssonar og félaga.

Mikill fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hefur komið að undirbúningi hátíðarinnar ásamt Borgarbyggð og Neðribæjarsamtökunum. Brákarhátíð er fjölskylduhátið fyrir börn á öllum aldri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is