Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2010 08:01

Ljóð og lög á Jónsmessu – tónleikar í Saurbæ

Fimmtudaginn 24. júní klukkan 22 heldur Kammerkór Akraness tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ljóð og lög. Á efnisskránni er tónlist upp úr söngheftunum Ljóð og lög sem Þórður Kristleifsson safnaði saman efni í og gaf út á árunum 1939-1949. Kammerkór Akraness flytur valin lög lög úr þessum bókum. Lögð hefur verið töluverð áhersla á ljóð og þýðingar Þórðar og einnig ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þarna munu einnig heyrast gullmolar sem flestir þekkja en sjaldan heyrast. Þeir sem unna fallegum ættjarðarlögum og ljóðum ættu að leggja leið sína í Hvalfjörðinn þegar sumarsólin skín skærast og hlýða á fagra tóna á Jónsmessukvöld. Aðgangseyrir er kr. 1000.

Þórður Kristleifsson fæddist að Uppsölum í Hálsasveit 31. mars 1893. Þegar hann var fjögurra ára gamall flutti fjölskylda hans að Stóra-Kroppi í Reykholtsdal og þar var hann heimilisfastur í 26 ár. Hann nam söng erlendis og þegar heim kom gerðist hann kennari á Laugarvatni og var þar í 33 ár. Kveikjan að söfnun hans á sönglögum var sú að honum fannst sárlega vanta efni fyrir kóra en Þórður hafði meðal annars sungið í karlakórnum Bræðrunum sem starfaði í Borgarfirði á hans yngri árum. Gaf Þórður út sjö bækur með um 400 sönglögum og verður það að teljast ótrúlegt afrek á þessum tíma. Hann skrifaði öllum tónlistarmönnum í landinu, sagði þeim hvað stæði til og allir voru boðnir og búnir að aðstoða hann við söfnunina.

Tónleikarnir í Saurbæ eru þeir fyrstu af þremur sem Kammerkór Akraness mun syngja á næstu vikum með þessu efni. Þann 2. júlí mun kórinn syngja á Sumarsælu í Skagafirði og þann 4. júlí verður kórinn með tónleika í Akureyrarkirkju og eru þeir liður í Sumartónleikaröð Akureyrarkirkju.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is