Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2010 10:48

Jónsmessugöngur á Vesturlandi

Frá gönguferð á Snæfellsjökul.
Á morgun fimmtudaginn 24. júní er Jónsmessa, fæðingarhátíð Jóhannesar skírara, haldin hátíðleg. Færst hefur í vöxt hér á landi að farnar eru Jónsmessugöngur enda sól hæst á lofti á þessum tíma ársins og því tilvalið að ganga sér til heilsubótar og í góðra vina hópi. Hér á Vesturlandi verða farnar nokkrar slíkar göngur bæði í kvöld og annað kvöld, meðal annars í Borgarfirði, Grundarfirði, Akranesi og Hvalfjarðarsveit.

 

 

 

 

Í Borgarfirði verður farin Jónsmessuganga á vegum UMSB í kvöld miðvikudaginn 23. júní klukkan 20.  Gengið verður á Varmalækjarmúla og að lokinni göngu verður boðið í kaffi og meðlæti í veitingahúsinu í Fossatúni. Mæting er á melunum fyrir ofan Fossatún.

 

Í Grundarfirði er einnig farin ganga í kvöld miðvikudaginn 23. júní. Fyrst verður Jónsmessa kl. 21 í Setbergskirkju, helgun og hollusta. Svo verður gengið upp á Klakk frá Búðarfossi kl. 22.

 

Á morgun fimmtudaginn 24. júní verður farin Jónsmessuganga frá Akranesi á Háahnúk á Akrafjalli. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við rætur Akrafjalls kl. 22. Umsjónarmenn eru þau Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir og Jón Þór Þórðarson. Mikilvægt er að þátttakendur séu vel útbúnir varðandi göngu- og skófatnað. Létt nesti er í boði og þátttakendur fá frítt í Jaðarsbakkalaug eftir göngu.

 

Jónsmessuganga Ungmennafélagsins Þrasta í Hvalfjarðarsveit verður einnig farin á morgun fimmtudaginn 24. júní. Lagt verður af stað kl. 20 frá félagsheimilinu Miðgarði og gengið upp að bænum Vestri-Reyni, út með Akrafjalli að Reynisrétt og að gömlu hestaréttinni í landi Ytra-Hólms undir leiðsögn Haraldar Benediktssonar bónda. Þar verður grillað í boði félagsins áður en allir verða keyrðir aftur að Miðgarði. Gert er ráð fyrir að gangan taki um eina og hálfa klukkustund.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is