Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2010 01:01

25 ár í dag frá stofnun Búnaðarsamtaka Vesturlands

Í dag eru liðin 25 ár frá því að Búnaðarsamtök Vesturlands voru stofnuð formlega. Það voru búnaðarsamböndin þrjú á Vesturlandi; Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Búnaðarsamband Dalamanna og Búnaðarsamband Snæfellinga sem stofnuðu samtökin. Bændaskólinn á Hvanneyri var þá aukaaðili að samtökunum.  Árið 1997 tóku Búnaðarsamtök Vesturlands yfir rekstur búnaðarsambandanna. Árið 2001 voru búnaðarsamböndin sameinuð undir merki Búnaðarsamtaka Vesturlands. Tekin var stefnan á að byggja upp öfluga leiðbeiningamiðstöð og var það í samræmi við ályktanir Búnaðarþings. Fyrstu árin var leiðbeiningamiðstöðin í Borgarnesi, en í september 2003 var starfsemin flutt að Hvanneyri. Í dag starfar fjöldi manns fyrir samtökin í um 16 stöðugildum enda spannar starfssvæðið Vestfirðina, Vesturland, Kjalarnes og Reykjanesið.

 

 

Formaður BV er Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir bóndi í Syðri Knarrartungu í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri er Sigríður Jóhannesdóttir, Hvanneyri. 

 

Ekki verður haldið upp á afmælið í dag með neinum sérstökum hætti en heitt verður á könnunni eins og alltaf fyrir gesti. Stefnt er að því að halda upp á tímamótin síðar og þá jafnvel í tengslum við árshátíð bænda á starfssvæðinu, Sveitateiti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is