24. júní. 2010 07:01
 |
Frá Írskum dögum á Akranesi 2009. |
Í síðustu viku var spurt hér á vef Skessuhorns:
“Ætlar þú á bæjar- eða héraðshátíð í sumar?” Rúmlega þriðjungur segist ákveðinn í því og um helmingurinn telur það mjög líklegt. “Já, örugglega” sögðu 34,3%. “Já, sennilega” 15,2%. Þeir sem töldu litlar sem engar líkur á því og völdu svarmöguleikanna “nei örugglega ekki” voru 21%, “nei sennilega ekki” sögðu 18,8%. Þeir sem vissu ekki voru 10,8%.