Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2010 01:54

Árleg ferð 4x4 félaga

Tveir hressir; Gísi og Addi bíða eftir matnum.
Félagar í Vesturlandsdeild 4x4 klúbbsins fóru í sína árlegu jeppaferð með 55 skjólstæðinga á 14 bílum laugardaginn 12. júní sl. Farið var frá Borgarnesi og sameinast hópnum frá Akranesi við Hvalfjarðargöngin. Þaðan var ekið í Hafnarfjörð og í Bláfjöll þar sem skíðalyfturnar voru yfirfarnar fyrir næsta vetur. Þótti mörgum lítið vera um snjó. Þegar viðgerð var lokið og lyfturnar klárar, var farið niður á Suðurlandsveg og þaðan inn á svokallaðan Pípuveg sem liggur að Nesjavöllum. Til að auka spennuna var farið eftir línuvegi sem liggur niður í Grafning. Þessi leið er mjög skemmtileg og er þaðan gott útsýni yfir Þingvallavatnið, en veðrið var ágætt þennan dag.

Á Þingvöllum voru svo grillaðir vel á annað hundrað hamborgarar enda komið vel fram yfir hádegi og menn svangir. Að þessu loknu var brunað heim á leið. “Skjólstæðingar okkar skiptust á skoðunum og kveðjum og einnig mátti heyra kveðskap í talstöðvum bílanna,” sögðu félagar í 4x4 klúbbnum í samtali við Skessuhorn.

 

Vesturlandsdeild 4x4 vill koma á framfæri þakklæti fyrir frábæran dag og vonar að allir hafi skemmt sér vel. Einnig þakkar félagið Björgunarfélagi Akraness fyrir aðstoðina.

 

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is