Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2010 08:01

Bíða eftir að makríllinn fitni

Úr fiskvinnslu GRun. Ljósm. rax.
„Við bíðum eftir að makríllinn verði hæfur til manneldis. Það munar um það bil 500 dollurum á tonninu miðað við núverandi ástand og þegar hann verður búinn að ná nægjanlegu fituinnihaldi. Stefnan hefur verið sett á að skipin landi hérna hjá okkur úr fyrstu veiðiferðinni 12. júlí,“ segir Runólfur Guðmundsson hjá G. Run í Grundarfirði, en eins og Skessuhorn hefur greint frá ætla Grundfirðingarnir nú í fyrsta sinn að reyna fyrir sér í veiðum og frystingu á makrílnum.  Runólfur segir að hins vegar sé farinn mesti glansinn af þessum áformum við það að stjórnvöld stóðu ekki við gefin fyrirheit um úthlutun kvóta til veiðanna. Það voru einungis tæp 200 tonn sem komu í hlut hvers skips fyrir sig, Helga og Hrings. „Við vorum búin að leggja til 50 milljóna fjárfestingu í þetta verkefni og töldum okkur sleppa með 700 tonna úthlutun í heildina. Fyrst svona fór þá sjáum við fram á bullandi tap þótt veiðar og vinnsla gangi vel.“

 

 

 

Togskipin Helgi og Hringur, sem hvort um sig eru um 300 tonn, munu stunda veiðarnar saman á svokölluðu tvíburatrolli. Runólfur segir að makríllinn sé kominn á miðin út undan Breiðafirði og hann sé bjartsýnn á að veiðarnar muni ganga vel. Kosturinn við tvíburatrollið sé sá að skipin sjálf virki sem hlerar, en skipin hafa við upphaf veiðanna nú glímt við þá vankanta að erfiðlega hefur gengið að halda hlerunum niðri í sjó.

Tilgangur forsvarsmanna G. Run með makrílveiðunum og vinnslunni var sá helstur að skapa starfsfólkinu verkefni. Þess vegna var sumarfríunum flýtt um einn mánuð frá því sem venjan er. Sumarfrí byrjuðu hjá fólkinu í vinnslunni núna um miðjan mánuðinn, en vinnan byrjar aftur um miðjan júlí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is