Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2010 09:01

Dagur tileinkaður Maríu Markan í Ólafsvík

Á morgun, föstudaginn 25. júní, verður haldinn á vegum Átthagastofu dagur tileinkaður Maríu Markan í Ólafsvík. Málþing og sögusýning verður haldin í Klifi frá kl. 13-15 en dagskránni lýkur með sögugöngu um Snoppuna í Ólafsvík, æskuslóðir Maríu Markan. Þá verður Listasmiðja fyrir börn í Sjávarsafninu meðan á málþingi stendur frá kl. 12.30 til 16. “Nú er að hefjast vinna við verkefni sem kallast „Þekktir listamenn er tengjast Snæfellsbæ,“ og felur í sér kynning á þeim þekktu einstaklingum er tengjast bæjarfélaginu og er þetta fyrsti hluti af því verkefni,” segir Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri Átthagastofu.

“Eitt af markmiðum Átthagastofu er að standa fyrir og stuðla að söfnun, skráningu og miðlun upplýsinga um svæðið, bæði í nútíð og fortíð, til að gera fólk meðvitað um á hverju samfélagið byggir og hvar auðlindir og tækifæri liggja. Með þessari upplýsingaöflun og miðlun er hægt að gefa þeim sem áhuga hafa tækifæri til að nálgast þessar upplýsingar á auðveldan máta, nýta þær og fræðast,” segir Kristín Björg.  

Söng víða

María Markan var fædd í Ólafsvík 25. júní 1905. Hún var gædd fagurri sópranrödd og lærði söng erlendis. María söng víða um heim en á Íslandi var hún þekktust fyrir flutning sinn á ljóðrænum lögum. Hún kom víða við og söng meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Englandi, Ástralíu, Kanada og í Bandaríkjunum. María söng einnig margoft á Íslandi. Meðal annars í Þjóðleikhúsinu veturinn 1957 í óperunni „Töfraflautunni“ eftir Mozart. María hafði háa sópranrödd. Raddsviðið var sérstaklega mikið og dýpstu tónarnir svo fagrir, að mörg alt-söngkonan mætti öfunda hana af þeim.

María Markan var gift George Östlund og var búsett í Bandaríkjunum árin 1940 – 1955. Þau hjónin fluttust heim til Íslands vorið 1955 en saman eiga þau einn son, Pétur Östlund sem einnig er tónlistamaður. María missti mann sinn í árslok 1961 og lést sjálf árið 1995.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Umsókn um styrki 2020

Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is