Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2010 12:01

Er að uppgötva nýja sögu á hverjum degi

Þegar komið er inn í Byggðasafn Dalamanna í kjallara skólabyggingarinnar á Laugum í Sælingsdal blasir við skonsa þar sem í forgrunninum eru skór; vinnuskór til útivinnu, tréklossar til innivinnu, gúmmíbomsur hentugar í rigningartíð og annað skótau. Það er rétt eins og þarna hafi einhver rétt brugðið sér frá. Innan við í skonsunni eru síðan veggir og borð þakið trésmíðaáhöldum. Valdís Einarsdóttir safnvörður segir að þetta sé það sem stofnandi og „faðir byggðasafnsins,“ Magnús Gestsson húsasmiður og kennari skildi eftir sig. „Og þarna er náttúrlega útvarpið og hraðsuðuketillinn sem hann hafði með sér í vinnuna,“ sagði blaðamaður og benti á tæki á hefilbekknum. „Nei, nú verð ég að leiðrétta,“ sagði Valdís. „Magnús bjó nefnilega hérna í kjallaranum í um 20 ár eftir að safnið var opnað.

Sagan bak við stofnun safnsins og sérstaklega þáttur Magnúsar er merkilegur og ég reyni mikið að halda því á lofti,“ bætir Valdís við.

 

Ýmislegt forvitnilegt bar fyrir augu blaðamanns Skessuhorns í heimsókn í Byggðasafn Dalamanna að Laugum í Sælingsdal í vikunni sem leið. Ítarlegt viðtal er við Valdísi í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is